Ellý gjaldþrota eftir skilnað við fyrrverandi

Ellý Ármannsdóttir er gjaldþrota.
Ellý Ármannsdóttir er gjaldþrota.

Ellý Ármannsdóttir myndlistarmaður og fjölmiðlakona til margra ára er gjaldþrota eftir langa baráttu við bankann. Hún og fyrrverandi unnusti hennar, Freyr Einarsson sem nú kallar sig Frey Gylfason, festu kaup á húsi sem var skráð á hana ásamt öllum skuldum. Þegar þau skildu missti hún húsið og skuldirnar féllu á hana.

Ellý byrjaði meðal annars að mála myndir til að borga upp skuldirnar við bankann en það dugði ekki til. Í samtali við Fréttablaðið segir Ellý að það sé hægt að gera hana gjaldþrota en það taki enginn frá henni andardráttinn. Hún lýsir vanlíðan sinni á þessum tíma sem var svo mikil að hana langaði ekki til að lifa lengur. 

„Mig langaði að hengja mig á sínum tíma. Þetta er satt. Ég er alveg hrein­skilin með það en það er það sem fólk fer í gegnum. En ég veit í dag að þetta var ekki mér að kenna,“ segir Ellý sem horfir nú hins vegar fram á veginn. „En svo hugsaði ég „nei ég ætla ekki að láta þetta buga mig,“ segir Ellý í Fréttablaðinu

Í dag er Ellý trúlofuð Hlyni Jakobssyni og ætla þau að ganga í hjónaband á nýju ári. 

mbl.is