Sólborg á enn dósamat úr Costco

Sólborg Guðbrandsdóttir ætlar að fá sér bóluefni á nýju ári …
Sólborg Guðbrandsdóttir ætlar að fá sér bóluefni á nýju ári og vaska meira upp. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Árið 2020 var viðburðaríkt í lífi Sólborgar Guðbrandsdóttur, tónlistarkonu og aðgerðasinna. Hún ætlar að reyna að vera aðeins latari á nýju ári. Á árinu sem er að líða hélt hún meðal annars fjölda fyrirlestra, gaf út bókina Fávita og gerði sér lítið fyrir og skrifaði undir samning við Sony. 

Hápunkt­ur árs­ins 2020?

„Þegar ég skrifaði undir samning við Sony Music.“

Lág­punkt­ur árs­ins 2020?

„Að missa zumbatímana hjá Guðnýju í Hreyfingu úr lífi mínu vegna covid. Illa farið með góða konu!“

Skrýtn­asta augna­blikið árið 2020?

„Það hlýtur að vera augnablik sem ég átti með stóra bróður mínum þegar við drifum okkur rétt fyrir lokun í Costco, stuttu fyrir fyrsta samkomubannið, til að kaupa okkur meðal annars dósamat með mikið geymsluþol. Í stuttu máli sagt þá á ég enn þá nóg af túnfiski í dós. Við lifum og lærum.“

Hvernig ætl­ar þú að fagna nýju ári?

„Í faðmi fjölskyldunnar, heima í rólegheitum. Svo held ég risapartí að ári.“

Hvernig leggst nýtt ár í þig?

„Þrusuvel. Ég hlakka til að kveðja 2020. Mér finnst fallegt að geta litið á áramót sem nýtt upphaf.“

Ára­móta­heit fyr­ir 2021?

„Fá mér bóluefni, læra á trommur og verða meistari í að vaska upp.“

Ætlar þú að vera dug­legri að gera eitt­hvað árið 2021 en þú varst árið 2020?

„Ég ætla að vera duglegri við að vera latari.“

Rétt­ur árs­ins í eld­hús­inu þínu?

„Sjávarréttasúpan frá 1944, tilvalin beint í örbylgjuofninn. Klikkar ekki.“

Besta bók árs­ins?

„Þar sem ég get ekki gert upp á milli vina minna sem eru að gefa út bækur núna um jólin verð ég að segja að ég er virkilega spennt fyrir því að lesa Women Don't Owe You Pretty eftir Florence Given. Hef heyrt frábæra hluti og hlakka til að læra af henni.“

Besta kvik­mynd árs­ins?

„Síðasta veiðiferðin. Vá, hvað hún er skemmtileg.“

Bestu þætt­ir árs­ins?

„Ekki þættir en ég verð að mæla með nýju uppistandi Ara Eldjárn á Netflix, Pardon my Icelandic. Þvílíkur talent. Það er gott að grenja úr hlátri.“

Besta lag árs­ins?

„Sólblóm af nýrri plötu Bríetar. Get öskursungið, grátið og hlegið með því. Elska það (og hana).“

mbl.is