Með alvarleg knús fráhvarfseinkenni

Hrafnkell Pálmason tónlistarmaður getur ekki beðið eftir að horfa á …
Hrafnkell Pálmason tónlistarmaður getur ekki beðið eftir að horfa á Áramótaskaupið í ár.

Hrafnkell Pálmarsson, tónlistarmaður og verkefnastjóri segist ekki geta beðið eftir því að spila tónlist aftur fyrir framan lifandi áhorfendur og að stýra almennilegri veislu með fullt af skemmtilegu fólki. Hann ætlar að knúsa fólk í kaf þegar ástandið verður yfir gengið en þangað til að það má, er frekar rólegt yfir öllu hjá honum. 

„Þessa dagana hef ég verið að semja töluvert af nýrri tónlist sem mun koma út á fyrstu plötu hljómsveitarinnar Nýju fötin keisarans. Þriðja smáskífan kemur út í byrjun janúar og svo kemur platan væntanlega á fyrri hluta 2021. Samhliða tónlistinni starfa ég sem verkefnastjóri hjá STEF, sem eru samtök tónskálda og textahöfunda.“

Hvernig hefur árið verið?

„Þetta ár hefur óneitanlega verið krefjandi en að sama skapi afar gefandi. Vegna kórónuveirunnar hefur lítið verið að gera í tónlistarbransanum. Ég hef einnig starfað sem veislustjóri og hafa nær öll verkefni mín á því sviði fallið niður líka. En þetta ástand hefur gefið manni meiri tíma til að sinna hlutum eins og lagasmíðum og ég hef þurft að horfa inn á við og skoða hlutina frá nýjum sjónarhóli. Ég er sem dæmi svo þakklátur fyrir allt dásamlega fólkið mitt í kringum mig.“

Hvernig voru jólin?

„Alveg dásamleg! Við nutum þess að vera saman litla jólakúlan og það var bara alveg yndislegt að upplifa svolítið rólegri jól þetta árið í ljósi aðstæðna í samfélaginu.“

Hvaða væntingar ertu með fyrir árið 2021?

„Ég er með miklar væntingar til næsta árs og horfi löngunaraugum á að kveðja þetta furðulega ár. Ég hlakka óstjórnlega til að geta spilað aftur tónlist fyrir lifandi áhorfendur og stýra almennilegum veislum með skemmtilegu fólki. Um leið og það má þá ætla ég að knúsa foreldra mína í kaf og alla í kringum mig. Ég er kominn með alvarleg knús fráhvarfseinkenni!“

Áttu gott ráð sem þú vilt koma áfram?

„Ég mæli með að við gefum meiri ást og dreifum fullt af gleði í kringum okkur. Það er aldrei of mikið af ást og gleði í heiminum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál