Jónína Ben verður jarðsungin á morgun

Jónína Benediktsdóttir verður jarsungin á morgun í Digraneskirkju.
Jónína Benediktsdóttir verður jarsungin á morgun í Digraneskirkju. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Jón­ína Bene­dikts­dótt­ir, íþrótta­fræðing­ur og frum­kvöðull, lést á heimili sínu í Hveragerði 63 ára að aldri. Hún var fædd 26. mars 1957 og verður jarðsungin á morgun í Digraneskirkju kl. 13.00. Streymt verður frá útförinni í link hér fyrir neðan. 

Jón­ína nam íþrótta­fræði í Kan­ada og þegar heim var komið stofnaði hún eina fyrstu lík­ams­rækt­ar­stöðina á Íslandi. Jón­ína var auk þess bú­sett í Svíþjóð til margra ára. Þar rak hún lík­ams­rækt­ar­stöðvar og hlaut þar fjöl­marg­ar viður­kenn­ing­ar fyr­ir frum­kvöðla­starf­semi sína í lík­ams­rækt. Þá rak hún um nokk­urra ára skeið lík­ams­rækt­ar­stöðina Pla­net Pul­se.

Jón­ína var áhuga­söm að kynna lands­mönn­um mik­il­vægi lík­ams­rækt­ar og stóð meðal ann­ars fyr­ir morg­un­leik­fimi á Rás 1. Síðustu ár hef­ur hún staðið fyr­ir lífs­bæt­andi heilsumeðferðum í Póllandi og nú síðast á Hót­el Örk í Hvera­gerði. Jón­ína var þekkt fyr­ir brautryðjendastarf á sviði heilsu­rækt­ar og flutti fyr­ir­lestra um heilsu­tengd mál­efni víða um heim.

Jón­ína læt­ur eft­ir sig þrjú upp­kom­in börn, Jó­hönnu Klöru, Tóm­as Helga og Matth­ías sem eru öll börn Stef­áns Ein­ars Matth­ías­son­ar. Barna­börn­in eru fjög­ur, Stefán Kári, Krist­ín Embla, Ásdís Þóra og Matth­ías Þór.

Streymt verður frá útförinni á slóðinni hér fyrir neðan: 

mbl.is