Elísabet Ormslev fór ástfangin inn í 2021

Söngkonan Elísabet Ormslev er gengin út.
Söngkonan Elísabet Ormslev er gengin út.

Söngkonan og förðunarfræðingurinn Elísabet Ormslev er búin að finna ástina. Sá heppni heitir Sindri Þór Kárason og er hljóðhönnuður hjá Sagafilm.

Það má alveg segja að 2020 hafi verið árið hennar Elísabetar því hún var mikið í sviðsljósinu ásamt því að finna ástina. Hún tók þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins með glæsibrag og svo þeystist hún um landið í Tónaflóði Rásar 2 og RÚV með hljómsveitinni Albatross þar sem hún tók hvern smellinn á fætur öðrum ásamt ástsælustu söngvurum þjóðarinnar.

Í einlægri áramótakveðju á Facebook kynnir hún Sindra Þór til leiks og játar að 2020 hafi verið frábært ár. 
 mbl.is