Einstaklega svalt raðhús í Garðabæ leitar að nýjum eigendum

Ljósmynd/Stefán Baxter

Við Bæjargil í Garðabæ stendur afar heillandi raðhús sem hugsað hefur verið um af mikilli alúð. Húsið er 197,5 fm að stærð og var byggt 1988. 

Búið er að setja nýja eldhúsinnréttingu og er neðri skápum gert hátt undir höfði. Veggplássið er nýtt til fulls og er innréttingin í eldhúsinu svo löng að hún nær inn í stofu. Innréttingin endar reyndar með bekk sem hægt er að leggja sig á ef fólk þarfnast hvíldar.

Eldhús og stofa renna saman í eitt og fær hinn góði andi að flæða um allt. Falleg listaverk prýða veggina og svo státar heimilið af vel völdum og fallegum húsgögnum. 

Stíllinn á heimilinu er svalur og seiðandi og þess gætt að ekkert hefti góða birtu sem flæðir inn í gegnum stóra glugga. 

Í garðinn er stór pallur sem hægt er að njóta útiveru á nánast allan ársins hring. 

Af fasteignavef mbl.is: Bæjargil 72

Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
Ljósmynd/Stefán Baxter
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál