Ef þú ætlar að verða betri með árunum þarftu að leggja eitthvað á þig

Kvennamaðurinn Dennis Dean má muna vífil sinn fegurri.
Kvennamaðurinn Dennis Dean má muna vífil sinn fegurri. mbl.is/skjáskot YouTube

Ef þú ert ein/einn af þeim sem halda að ruglið muni mást af þér með árunum ættirðu að hugsa þig tvisvar um. Heimildarmyndin Some Kind of Heaven, sem fer nú eins og eldur í sinu um Bandaríkin, sýnir að ef fólk ætlar að verða betra með árunum verður það að leggja markvissa vinnu í slíkt. Það er greinilega ekkert mál að eldast en að þroskast er allt annað.

The Guardian fjallar um heimildarmyndina og vísar í orð Lance Oppenheims, sem gerir hana ásamt Darren Aronofsky, að kannski sé ákveðinn léttir einnig fólginn í því að vita að gamla fólkið okkar er í sama bullinu og við hin. 

Some Kind of Heaven fjallar í stuttu máli um Þorpin í Flórída (e. The Villages)  Disney-veröld gamla fólksins þar sem 130.000 aldraðir einstaklingar hafa komið sér fyrir til að flýja raunveruleikann. Í sölubæklingum um staðinn, sem er einn örast vaxandi íbúakjarni í Bandaríkjunum, segir að þarna geti fólk upplifað ævintýri fram á síðasta dag.  

Í heimildarmyndinni er fylgst með fjórum einstaklingum: Ekkjunni Barböru Lochiatto sem flutti til Flórída frá Boston í leit að nánum kynnum sem hún eltir í frístundum; Reggie og Annie, sem hafa verið hjón í yfir fimmtíu ár, og kvennabósanum Dennis Dean, sem notar slagorð frá níunda áratugnum til að tala sig inn á ríkar konur í þorpinu með það að markmiði að koma sér bakdyramegin inn í samfélagið. 

Ef marka má myndina er staðurinn líklegast ekki paradís á jörðu þótt hann virki skemmtilegur á köflum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál