Vill ekki vera þekkt sem kærasta Binna

Edda Falak.
Edda Falak. Skjáskot/Instagram

Crossfitstjarnan og áhrifavaldurinn Edda Falak vill ekki vera þekkt sem kærastan hans Binna Löve. Edda og Binni hafa verið að stinga saman nefjum undanfarna mánuði og sýnt hvort frá öðru á samfélagsmiðlum sínum. 

Edda setti inn spurningabox á Instagram í gær þar sem fylgjendur hennar gátu spurt hana ýmissa spurninga. Það vakti athygli Eddu að gríðarlega margir sendu inn spurningar um samband þeirra Binna. Þá tók hún fram að hún vildi ekki vera kennd við Binna. „Ég er ekki þekkt sem kærastan hans Binna. Ég er bara Edda Falak og vil ekki vera titluð sem kærastan hans Binna,“ skrifaði Edda við skjáskot af fjölda spurninga sem tengdust honum. 

Skjáskot/Instagram

Edda og Binni hafa ekki gefið það út á samfélagsmiðlum að þau séu í sambandi. Þau hafa þó eytt miklum tíma saman, sýnt mikið hvort frá öðru á samfélagsmiðlum og birt myndir af sér saman. 

Binni Löve, sem heitir réttu nafni Brynjólfur Löve Mogensson, er meðal vinsælustu áhrifavalda á Íslandi í dag en hann er með 17 þúsund fylgjendur á Instagram. Edda er sömuleiðis vinsæl á samfélagsmiðlinum en hún er með 22 þúsund fylgjendur.

View this post on Instagram

A post shared by EDDA FALAK (@eddafalak)

mbl.is