Lífið breyttist þegar Ragnheiður missti manninn sinn

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir prýðir forsíðu Vikunnar.
Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir prýðir forsíðu Vikunnar. Ljósmynd/Hallur Karlsson

Ragnheiður Dögg Agnarsdóttir missti eiginmann sinn Þórð Friðjónsson úr krabbameini árið 2011. Í viðtali við Vikuna lýsir hún því þegar hún stóð frammi fyrir því að þurfa að endurskipuleggja allt líf sitt og forgangsröðunin breyttist. Hún ætlaði aldrei í alvarlegt ástarsamband en var svo skyndilega komin í sambúð ári eftir fyrsta stefnumót. 

„Ég hafði hugsað mér að ég gæti kannski einhvern tímann eignast vin, ef þannig viðraði, en að fara að búa með manni og setja saman fjölskyldu var aldrei í spilunum. En það er svo merkilegt hvað ástin breytir miklu. Þegar maður svífur um á rósrauðu skýi eru engar hindranir til, það eru bara lausnir,“ segir Ragnheiður, í forsíðuviðtalinu. 

Í viðtalinu ræðir Ragnheiður m.a. ástina og samband sitt við fyrrum eiginmann sinn Þórð Friðjónsson. Mikill aldursmunur var á parinu sem Ragnheiður segir hafa valdið einhverjum hneykslun. „Á okkur var tuttugu og tveggja ára aldursmunur svo þetta var í rauninni mjög flókið allt saman og það hvarflaði ekki að mér að úr því yrði hjónaband þegar sambandið var á frumstigi. En það varð samt hjónaband og ákaflega gott samband þegar við náðum okkar lendingu. Það tók nokkur ár, bæði fyrir okkur að átta okkur á hvað við vildum og kannski ekki síður fyrir umhverfið, að venjast tilhugsuninni um okkur sem par,“ segir hún.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál