Mun aldrei elska neina eins og Svölu

Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin.
Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin. Skjáskot/Instagram

Sjómaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson elskar tónlistarkonuna Svölu Björgvinsdóttir afar heitt. Kristján sem varð 23 ára í vikunni segir aldurinn ekki trufla þau í viðtali við Fréttablaðið í morgun en segir þau stundum mæta fordómum. 

„Það er enginn vafi á því að ég mun aldrei elska neina eins og ég elska Svölu. Í henni hitti ég sálufélaga minn og ég trúi því að ef maður er heppinn, þá gerist slíkt bara einu sinni á lífsleiðinni,“ segir Kristján í viðtalinu.

Samband Kristjáns og Svölu þróaðist hratt en þau byrjuðu að hittast í sumar. Hann segir að það hafi aðeins tekið sig örfáa daga að átta sig á að hún væri sú eina rétta. Kristján fór svo á skeljarnar á rómantískan hátt í desember en vill ekki greina frá bónorðinu í smáatriðum. 

Á þeim Kristjáni og Svölu er töluverður aldursmunur.

„Mörgum gæti fundist það skipta máli, en það skiptir sjálfan mig engu máli. Við finnum stundum fyrir fordómum en þó mun meira fyrir stuðningi frá alls konar fólki sem trúir og veit að ástin spyr ekki um aldur. Ég hef aldrei látið álit annarra hafa áhrif á mínar ákvarðanir í lífinu og er sama um allt umtal. Ég geri það sem gerir mig hamingjusaman, sama hvað öðru fólki finnst um það.“

mbl.is

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

svarar spurningum lesenda

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu svarar spurningum lesenda

félags- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

svarar spurningum um lögfræðileg mál