Patrekur Jamie og kærastinn trúlofaðir

Patrekur Jamie og Keem Pro eru búnir að trúlofa sig.
Patrekur Jamie og Keem Pro eru búnir að trúlofa sig. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Patrekur Jamie og og Keem Pro eru trúlofaðir. Parið trúlofaði sig í fyrsta þætti af raunveruleikaþáttunum Patrekur Jamie: Æði 2 sem fóru í loftið í gær. 

Fyrsti þátturinn byrjar með senu þar sem þeir Patrekur og Keem eru saman í göngutúr. Keem fer svo niður á skeljarnar og biður Patrek að eyða ævinni með sér. 

Patrekur og Keem hafa verið saman um nokkurt skeið en Patrekur frumsýndi kærastann á samfélagsmiðlum í september á síðasta ári. 

mbl.is