Þórður og Berglind eru nýtt par

Þórður Gunnarsson og Berglind Pétursdóttir.
Þórður Gunnarsson og Berglind Pétursdóttir. mbl.is/Elsa Katrín Ólafsdóttir

Berglind Pétursdóttir eða Berglind Festival eins og hún er kölluð mætti með kærasta sinn á hátíðarsýningu Vertu úlfur í gærkvöldi. Sá heppni heitir Þórður Gunnarsson og er blaðamaður og hagfræðingur. 

Berglind er manneskjan sem heldur uppi gríninu í þætti Gísla Marteins á RÚV á föstudagskvöldum og hefur einstakt næmi fyrir fyndni. Hún starfar líka fyrir Listahátíð í Reykjavík og heldur uppi fjöri hvert sem hún fer enda með eindæmum sniðug og klár. 

Þórður þykir líka hinn skemmtilegasti þannig að þessi blanda er upp á tíu eins og einhver myndi segja. 

Smartland óskar þeim hjartanlega til hamingju með ástina! 

mbl.is