„Það er annaðhvort heim að ríða – eða ekki neitt“

Athafnakonan Ásdís Rán er nýlega orðinn einhleyp kona og finnst stefnumótamarkaðurinn á Íslandi ekki vera upp á marga fiska. Ásdís ræddi við Helga Jean Claessen og Hjálmar Örn Jóhannsson um lífið sem einhleyp kona og stefnumótamarkaðinn í þáttunum Hæ hæ: Ævintýri Helga og Hjálmars.

„Til dæmis eru karlmenn alveg hættir að bjóða út að borða. Þeir eru hættir að dekra konur. Allar vinkonur mínar sem eru single  það er ekki einn maður sem býður þeim út að borða til að kynnast þeim. Það er annaðhvort heim að ríða  eða ekki neitt. Það er enginn herramennska í gangi. Úti ef þú myndir dirfast að gera eitthvað svona … hitt er bara aumingjaskapur.“

Ástæðuna rekur Ásdís til ójafnvægis meðal kynjanna. „Þú getur alveg verið sterk kona  en það má ekki troða svona mikið á karlmönnum.“

Hún segir að karlar megi helst ekki gera neitt í dag. „Ég er búin að segja þetta oft ég er alltaf dæmd fyrir það. Mér finnst virðingin svolítið dottinn af mönnunum  og þeir eru orðnir svolítið „useless“ með tímanum. Konurnar vilja borga. Þær vilja vinna. Þær vilja gera allt. Karlinn bara kemur heim: Og já elskan. Og þegir.“

Varðandi næsta maka segir Ásdís. „Ég er komin á þann aldur að ég er gömul  og ætla ekki að setja neinar … ég veit bara þegar ég hitti einhvern.“

Þáttinn má nálgast á öllum helstu hlaðvarpsveitum og á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is