Fyrrverandi kominn í samband og Svala ánægð

Svala Björgvinsdóttir.
Svala Björgvinsdóttir.

Gauti Sigurðarson, fyrrverandi sambýlismaður tónlistarkonunnar Svölu Björgvinsdóttur, er búinn að skrá sig í samband. Sú heppna heitir Brynja Lísa Þórisdóttir og er söngkona og tónlistarkona. Margir óska parinu til hamingju með ástina og þar á meðal Svala. 

Gauti og Brynja skráðu sig í samband í lok janúar og hafa birt nokkrar myndir af sér á samfélagsmiðlum síðan þá. „Æ sætu,“ skrifar Svala við eina mynd. „Til lukku með ykkur og ástina.“ 

Svala Björgvinsdóttir óskaði fyrrverandi kærasta sínum og nýrri kærustu hans …
Svala Björgvinsdóttir óskaði fyrrverandi kærasta sínum og nýrri kærustu hans til hamingju með ástina. Skjáskot/Instagram

Svala og Gauti hættu saman í fyrra en stuttu seinna fann Svala ástina aftur þegar hún kynntist Kristján Einari Sigurbjörnssyni, þau trúlofuðu sig í desember. Kristján lækar fallega athugasemd Svölu. Brynja tekur einnig vel í hana og svarar Svölu: „Takk elsku fallega og sömuleiðis.“

View this post on Instagram

A post shared by BRYNJA LISA (@brynjalisa)

mbl.is