Eftirlýstur bankaræningi á Íslandi

Sigursteinn Másson fjallar um sögu þýska bankaræningjans sem var handsamaður hér á landi í nýjum þætti af Sönnum íslenskum sakamálum. Maðurinn hafði leynst á Íslandi í næstum ár og falið ránsfeng sinn á Þingvöllum.

Ísland varð miðpunktur alþjóðlegrar athygli þegar eftirlýstur bankaræningi var gómaður í Reykjavík. Íslandsvinurinn Ludwig Lugmeier hafði kvatt landið í Loftleiðaþotu með fögrum orðum um ágæti lands og þjóðar. Kannski sáu einhverjir landsmenn hann sem eins konar Hróa hött samtímans enda hafði hann aðallega rænt peningaflutningabíla sem fluttu fé frá ríkum fyrirtækjum í risabanka. Í stað þess að felast í Skírisskógi í Nottinghamshire á Englandi dvaldi þessi í Dúfnahólum í Breiðholti og faldi ránsfenginn í gjótu á Þingvöllum.

Þótt sumir Íslendingar hefðu gjarnan viljað veita Lugmeier íslenskan ríkisborgararétt og forða þessum 28 ára gamla Þjóðverja frá fangelsisvist í Þýskalandi hefðu viðhorf þeirra kannski orðið önnur ef þau hefðu þekkt sögu hans.

Hlustaðu hér á brot úr Sönnum íslenskum sakamálum. Ný spennuþrungin þáttaröð með Sigursteini Mássyni er aðgengileg á Storytel. Þar fer hann yfir ýmis mál og í ljós kemur að oft eru ekki öll kurl komin til grafar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál