Tvífari Marilyn Monroe segir hana ganga aftur

Jasmin Chiswell (t.h.) er stærsti aðdáandi Marilyn Monroe (t.v.).
Jasmin Chiswell (t.h.) er stærsti aðdáandi Marilyn Monroe (t.v.).

Hin 25 ára gamla Jasmine Chiswell er eflaust einn stærsti aðdáandi leikkonunnar Marilyn Monroe í þessum heim. Hún bæði lítur nákvæmlega eins út og hún býr í húsi sem Monroe átti í Los Angeles í Bandaríkjunum. 

Chiswell, sem ættuð er frá Skotlandi, segir að Monroe gangi aftur í húsinu. Húsið átti Monroe heitin með Joe DiMaggio á sjötta áratug síðustu aldar. Chiswell hefur heyrt skrítnar raddir, fótatak og fundið fyrir ósýnilegum gestum faðma sig á heimilinu. 

Í viðtali við The Today sagði Chiswell að miðill hefði sagt sér að Monroe og DiMaggio gengju aftur í húsinu. 

„Það hefur svo margt skítið gerst. Við eiginmaður minn höfum reynt að ganga úr skugga um hvort eitthvað skrítið sé í gangi en svo margir hafa fundið fyrir þessum skrítnu hlutum sem við höfum upplifað,“ sagði Chiswell. 

Jasmin Chiswell.
Jasmin Chiswell. Skjáskot/Instagram

Hún segir fólki finnast það vera faðmað inni á heimilinu og sjálf heyrir hún fótatak á hverri nóttu. Þau hafa reynt ýmislegt til þess að komast að sannleikanum. „Við erum búin að keyra mismunandi bíla framhjá, við erum búin að láta skoða hvort það séu einhver dýr að valda hávaðanum, en við vitum ekkert hvaðan þetta kemur. Við erum hvorugt viss, en við fengum miðil í heimsókn sem telur að þetta séu hún og Joe, og mögulega aðrir draugar sem finnst gaman að stríða,“ sagði Chiswell. 

Hún keypti húsið fyrir þremur árum en hún var barnastjarna og lék í barnaefni fyrir BBC. Hún er með mastersgráðu í leiklist. Í dag heldur hún úti youtuberás og er með 617 þúsund fylgjendur á Instagram. 

mbl.is