Tapaði nær öllum peningunum í spilavítum

Sig­ur­steinn Más­son fjall­ar um sögu þýska banka­ræn­ingj­ans sem var hand­samaður hér á landi í nýj­um þætti af Sönn­um ís­lensk­um saka­mál­um. Maður­inn hafði leynst á Íslandi í næst­um ár og falið ráns­feng sinn á Þing­völl­um.

Ísland varð miðpunkt­ur alþjóðlegr­ar at­hygli þegar eft­ir­lýst­ur banka­ræn­ingi var gómaður í Reykja­vík. Íslands­vin­ur­inn Ludwig Lug­meier hafði kvatt landið í Loft­leiðaþotu með fögr­um orðum um ágæti lands og þjóðar. Kannski sáu ein­hverj­ir lands­menn hann sem eins kon­ar Hróa Hött sam­tím­ans enda hafði hann aðall­ega rænt pen­inga­flutn­inga­bíla sem fluttu fé frá rík­um fyr­ir­tækj­um í risa­banka. Í stað þess að fel­ast í Skír­is­skógi í Nott­ing­hams­hire á Englandi, dvaldi þessi í Dúfna­hól­um í Breiðholti og faldi ráns­feng­inn í gjótu á Þing­völl­um.

Þótt sum­ir Íslend­ing­ar hefðu gjarn­an viljað veita Lug­meier ís­lensk­an rík­is­borg­ara­rétt  og forða þess­um 28 ára gamla Þjóðverja frá fang­elsis­vist í Þýskalandi hefðu viðhorf þeirra kannski orðið önn­ur ef þau hefðu þekkt sögu hans.

Hlustaðu hér á brot úr Sönn­um ís­lensk­um saka­mál­um. Ný spennuþrung­in þáttaröð með Sig­ur­steini Más­syni er aðgengi­leg á Stor­ytel. Þar fer hann yfir ýmis mál og í ljós kem­ur að oft eru ekki öll kurl kom­in til graf­ar.

mbl.is