Ástin svífur yfir vötnum í Hvíta húsinu

Forsetahjónin Joe og Jill Biden eru rómantísk.
Forsetahjónin Joe og Jill Biden eru rómantísk. AFP

Forsetafrúin Jill Biden er búin að fylla garðinn við Hvíta húsið í Washington D.C. með hjörtum í tilefni af Valentínusardeginum sem er á sunnudaginn. Á hjörtunum eru falleg skilaboð um ást, fjölskyldu, samstöðu og samhug. 

Eiginmaður hennar, Joe Biden, sagði þegar hjónin sýndu fjölmiðlum skreytingarnar að Valentínusardagurinn hefði alltaf verið einn af eftirlætishátíðardögum frú Biden. 

„Mig langaði bara í smá gleði, út af heimsfaraldrinum þá líður öllum smá illa. Svo þetta er bara smá gleði. Smá von. Þetta er bara það,“ sagði frú Biden við fjölmiðla.

Hjörtun má finna í garðinum við Hvíta húsið.
Hjörtun má finna í garðinum við Hvíta húsið. Ljósmynd/Twitter
Dr. Biden handmálaði hjörtun.
Dr. Biden handmálaði hjörtun. Ljósmynd/Twitter
mbl.is