Nadía Sif komin með kærasta

Nadía Sif Líndal og Adam Freyr Aðalsteinsson eru nýtt par.
Nadía Sif Líndal og Adam Freyr Aðalsteinsson eru nýtt par. Samsett mynd

Fyrirsætan Nadía Sif Líndal er komin með kærasta. Sá heppni heitir Adam Freyr Aðalsteinsson en parið birti nokkrar myndir hvort af öðru á samfélagsmiðlum um helgina. DV greindi fyrst frá. 

Nadía Sif komst í fréttir á síðasta ári þegar hún og frænka hennar Lára Clausen eyddu nótt á hóteli með ensku landsliðsmönnunum Mason Greenwood og Phil Foden. 

Nadía og Adam fögnuðu Valentínusarhelginni með rómantísku stefnumóti en þau fóru einnig saman í Ikea. Helginni þar á undan eyddu þau í Panorama Glass Lodge á Suðurlandi. 

mbl.is