Frosti lét húðflúra nafn eiginkonunnar á bringuna

Frosti Logason, þáttastjórnandi Harmageddon.
Frosti Logason, þáttastjórnandi Harmageddon. mbl.is/Þórður Arnar Þórðarson

Frosti Logason útvarpsstjarna á X-inu fékk sér splunkunýtt húðflúr í dag. Um er að ræða millinafn eiginkonu hans, Gabríela, en sú heppna heitir Helga Gabríela Sigurðardóttir og er kokkur.  

Frosti er aðdáandi húðflúra og skreytir líkama sinn með þónokkrum. Það að húðflúra nafn eiginkonunnar á bringuna er því líklega í takt við tímann en parið gekk í hjónaband á dögunum. 

Hér má sjá nýjasta húðflúr Frosta Logasonar.
Hér má sjá nýjasta húðflúr Frosta Logasonar.

Frosti og Helga Gabríela geisla af gleði og hamingju þessa dagana. Þau eiga einn son en í brúðkaupi þeirra kom í ljós að von er á barni númer tvö. 

Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir.
Frosti Logason og Helga Gabríela Sigurðardóttir. mbl.is/Stella Andrea
mbl.is