Mundi ekki nöfnin á börnunum sínum vegna veikinda

Fyrir um sex árum fékk Sigga Beinteins „skot í hausinn“ eins og hún orðar það sjálf. Hún segir að þetta hafi verið áminning líkamans um að hún yrði að hægja á sér enda var hún yfirkeyrð af álagi á þessum tíma. Um var að ræða blóðtappa og mátti litlu muna að illa færi.

„Ég varð aldrei hrædd,“ segir hún og bætir við: „En ég gat ekki stjórnað neinu og kom ekki orðunum út úr mér.“ Hún segir að eftir þetta hafi hún hægt á sér og hugsað meira um heilsuna. 

Sigga fer yfir þetta allt saman og meira til með Loga Bergmann í nýjasta þættinum af Með Loga sem sýndur er í Sjónvarpi Símans og kemur í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 25. febrúar.

mbl.is