Ritstjórar Stundarinnar fundu ástina

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar.
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ritstjórar Stundarinnar. Ljósmyndari/Heiða Helgadóttir

Ritstjórar Stundarinnar, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, eru par. Jón Trausti og Ingibjörg hafa starfað mikið saman í gegnum árin og stofnuðu Stundina saman. DV greindi fyrst frá. 

Ingibjörg og Jón Trausti eru nú flutt inn saman og eru bæði skráð til heimilis á Seltjarnarnesi. Jón Trausti var áður búsettur á Vesturgötu en setti íbúðina sína á sölu á síðasta ári. 

Smartland óskar þeim innilega til hamingju!

mbl.is