Ákváðu að vera saman og búa saman

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ákváðu að hika …
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir og Jón Trausti Reynisson ákváðu að hika ekki við að gera það rétta í lífinu. Ljósmynd/Facebook

Greint var frá því í gær að ritstjórar Stundarinnar, Jón Trausti Reynisson og Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, væru orðin par. Jón Trausti tjáði sig um ráðahaginn í fallegri færslu á Facebook í gær þar sem hann sagði að ef heimsfaraldrar og náttúruhamfarir hefðu kennt þeim eitthvað í lífinu væri það að hika ekki við að gera það rétta í lífinu. 

„Við höfum unnið saman, ferðast saman, hangið saman, stofnað fyrirtæki saman og lært saman og nú höfum við ákveðið að vera saman og búa saman,“ skrifaði Jón Trausti.

Smartland greindi frá því í gær að parið hefði keypt sér glæsihús á Seltjarnarnesinu saman nýverið. 

mbl.is