Svona kynntist Steindi ástinni í lífi sínu

Logi Bergmann leggur leið sína í Mosfellsbæ í nýjasta þættinum af Með Loga til að kanna með eigin augum jarðveginn sem Steinþór Hróar Steinþórsson spratt upp úr. Steinda þekkjum við auðvitað öll en það er margt sem skýrist í fari þessa fyndna og hugmyndaríka manns í viðtali hans við Loga. 

Í þessu broti úr þættinum segir Steindi frá því hvernig hann kynntist konunni sinni, Sigrúnu Sigurðardóttur.  

Þátturinn er kominn í Sjónvarp Símans Premium. 

mbl.is