Talið niður í hljóðbókaverðlaunin

Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi.
Stefán Hjörleifsson framkvæmdastjóri Storytel á Íslandi.

Afhending Íslensku hljóðbókaverðlaunanna, Storytel Awards, fer fram við hátíðlega athöfn í Hörpu þann 24. mars. Hátt í 6.000 atkvæði bárust frá íslenskum hljóðbókaunnendum í ár.  Á Norðurlöndunum öllum tóku samtals 130.000 hlustendur Storytel þátt í atkvæðagreiðslu á bestu hljóðbókum síðasta árs og hafa atkvæðin aldrei verið fleiri í sögu Storytel Awards. Tvöfalt fleiri atkvæði bárust í ár en í fyrra.

Storytel Awards voru fyrst afhent í Svíþjóð árið 2015 en frá þeim tíma hafa vinsældir hljóðbókarinnar aukist gríðarlega og er áhugi á verðlaununum hvergi meiri en á Norðurlöndunum. Storytel Awards er stærsta norræna verðlaunahátíðin sem haldin er til heiðurs hljóðbókaforminu.

Jonas Tellander, stofnandi og forstjóri Storytel, er að vonum ánægður með framgang Storytel Awards og  hann er þakklátur rithöfundum, útgefendum og unnendum hljóðbóka fyrir þennan mikla áhuga á verðlaunum. Storytel Awards sé virðingarvottur til rithöfunda og lesara hinna fjölmörgu áhrifamiklu verka sem hafi stuðlað að einstökum framgangi hljóðbókarinnar. Hljóðbókin hafi vaxandi áhrif á líf almennings og dægurmenningu almennt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál