Byrjaði að skrifa niður tilfinningar fyrir 16 árum

Kviknar er hispurslaust, skemmtilegt og svalandi fræðirit um getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu. Hún er stútfull af reynslusögum íslenskra foreldra, góðum ráðum og frásögnum af skemmtilegum og erfiðum atvikum sem foreldrar upplifa í ferlinu öllu.

„Hugmyndin að bókinni kviknaði í raun og veru þegar ég gekk með mitt fyrsta barn fyrir 16 árum síðan. Ég byrjaði bara að skrifa niður mínar tilfinningar, af því hvað ég fann, hvað ég upplifði og hvað ég var að ganga í gegnum,” segir Andrea. 

Kviknar svarar ótal spurningum sem brenna á verðandi foreldrum og hvetur til umræðu um feimnismál sem mæður og feður finna oft fyrir. Hún inniheldur fjóra kafla, getnað, meðgöngu, fæðingu og sængurlegu og er fjallað ítarlega um ferlið í hverjum og einum þeirra.

Bókin Kviknar er nú aðgengileg á Storytel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál