Hildur Eir og Kristinn trúlofuð

Hildur Eir Bolladóttir og Kristinn Hreinsson eru trúlofuð.
Hildur Eir Bolladóttir og Kristinn Hreinsson eru trúlofuð.

Hildur Eir Bolladóttir og Kristinn Hreinsson eru trúlofuð. Parið hnaut hvort um annað fyrir tveimur árum og hefur síðan þá farið í gegnum ólgusjó lífsins hönd í hönd. Hildur greindist með krabbamein og fór í gegnum þau veikindi. Hún sagði í nýlegu viðtali að hún hefði boðið Kristni að ganga út úr sambandinu þegar veikindin komu upp, en það gerði hann ekki. 

Hildur Eir er prestur í Akureyrarkirkju og Kristinn er rekstrarfræðingur. Hildur Eir er einn af litríkustu prestum landsins sem fær fólkið í landinu til að hrífast með. Hún er opin og einlæg og hefur í gegnum tíðina skrifað pistla sem hafa hreyft við fólki. 

Smartland óskar Hildi Eiri og Kristni hjartanlega til hamingju með ráðahaginn! 

mbl.is