Búið spil hjá Matta í Hatara og Kristlín

Kristlín Dís Ingilínardóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson eru hætt saman.
Kristlín Dís Ingilínardóttir og Matthías Tryggvi Haraldsson eru hætt saman. Samsett mynd

Slitnað hefur upp úr sambandi Matthíasar Tryggva Haraldssonar, leikskálds og söngvara Hatara, og Kristlínar Dísar Ingilínardóttur, blaðamanns á Fréttablaðinu. DV greindi fyrst frá. 

Matthías ættu flestir að kannast við en hann sló eftirminnilega í gegn með hljómsveitinni Hatara sem fór fyrir Íslands hönd til Ísraels í Eurovision árið 2019. Hann er með gráðu frá Listaháskóla Íslands í sviðslistum og er nú hússkáld Borgarleikhússins. 

Kristlín Dís er blaðamaður hjá Fréttablaðinu og leggur einnig stund á mannfræði við Háskóla Íslands. 

mbl.is