Erlendur höfundur heillar Íslendinga

Það var Elva Ósk Ólafsdóttir sem veitti verðlaun fyrir bestu glæpasöguna á Íslensku hljóðbókaverðlaununum, Storytel Awards, í ár. Bókin Illvirki hlaut verðlaunin í ár en það er Emelie Schepp sem skrifar bókina og Kristján Franklín Magnús les, þýðingu Kristjáns H. Kristjánssonar. Emelie Schepp sendi hlýjar kveðjur til íslenskra bókaunnenda. 

Umsögn dómnefndar: 

Hörkuspennandi glæpasaga sem rígheldur hlustanda allt frá fyrstu línu til þeirrar síðustu. Emilie Schepp er flink í að byggja upp spennu og óhugnað, flétta saman örlögum vel mótaðs persónugallerís og bregða birtu á ýmis áleitin samfélagsmálefni. Það sem lyftir Illvirki í verðlaunasæti er þó óumdeilanlega hinn framúrskarandi lestur Kristjáns Franklíns Magnúsar sem dómnefnd var sammála um að væri í algjörum sérflokki. Lestur Kristjáns Franklíns er leikrænn og lifandi, með litríkum blæbrigðum, en þó um leið nægilega hófstilltur til að hann þjóni ævinlega sögunni sjálfri og dragi ekki óþarfa athygli að hæfileikum lesara. Flutningur á heimsmælikvarða.

Dómnefnd Íslensku hljóðbókaverðlaunanna skipaði Sverrir Norland, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Sævar Helgi Bragason fór fyrir dómnefnd barna- og ungmennabóka. 

Tilnefndar bækur í flokki glæpasagna

Hvít­i­dauði
Höf­und­ur: Ragn­ar Jónas­son
Les­ari: Íris Tanja Flygenring, Har­ald­ur Ari Stef­áns­son 

Stelp­ur sem ljúga
Höf­und­ur: Eva Björg Ægis­dótt­ir
Les­ari: Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir

Fjötr­ar
Höf­und­ur: Sól­veig Páls­dótt­ir
Les­ari: Sól­veig Páls­dótt­ir

Fimmta barnið
Höf­und­ur: Eyrún Ýr Tryggva­dótt­ir
Les­ari: María Lovísa Guðjóns­dótt­ir

Ill­virki
Höf­und­ur: Emelie Schepp
Les­ari: Kristján Frank­lín Magnús
Þýðandi: Kristján H. Kristjáns­son

mbl.is