Getur verið „helvítis rassgat“ að vinna fyrir sjálfa sig

Silja Hauksdóttir leikstjóri.
Silja Hauksdóttir leikstjóri. mbl.is/Ásdís

Silja Hauksdóttir er leikstjóri og handritshöfundur með meiru. Hún er fædd í Reykjavík en hefur nokkuð dálæti á því að rífa sig upp með rótum og henda sér í hið ókunna, og hefur því búið víða erlendis og þá oft í tengslum við nám. Silja er með blæti fyrir því að segja sögur, rýna í manneskjuna og finna leiðina til að tengja áhorfandann við persónurnar á skjánum. Ný sería í leikstjórn Silju, „Systrabönd“, verður frumsýnd um páskana en þar þarf Silja að finna leiðir til að láta okkur áhorfendur kenna til með einstaklingum með myrka fortíð. Þetta sögublæti Silju hefði vissulega getað leitt hana á aðrar slóðir í lífinu en í dag er hún mjög ánægð með sitt fag og titil sem leikstjóri og höfundur. Loddaralíðanin lætur vissulega stundum á sér kræla, þótt hún eigi engan veginn rétt á sér, og þá þykir Silju mikilvægt að taka henni opnum örmum og tala opinskátt um hana – þannig verði henni haldið í skefjum.
Hún er gestur Snæbjörns Ragnarssonar í þættinum, Snæbjörn talar við fólk. 

Silja talar um loddaralíðanina og það að titla sjálfa sig „leikstjóra.“

„Ég hef alltaf verið svona smá feimin við þetta orð, „leikstjóri.“ [...] Mér finnst pínu svona eins og að segja það – það verður reyndar alltaf auðveldara, en þetta er eitthvað svo krump í manni. [...] að „owna“ orðið og sitja í því og mér finnst stundum eins og ég segi „já, ég er fegurðardrottning.“ þú veist, mér finnst þetta pínu þannig. Sem að lýsir ákveðnum hroka og dómum í sjálfri mér. Þannig að ég er að reyna eitthvað að slétta úr þessum krumpum. Þetta er náttúrulega bara það sem ég geri og það verður alltaf auðveldara og auðveldara fyrir mig að trúa því, en þetta sennilegar er smá „impostor syndrome“ í mér. [...] Ég er allavega að átta mig á því að því meira sem ég „owna“ það að vera „impostor“ með „syndrome-ið“ mitt, því betur gengur mér [...] með það að svona, aðeins að svona setja það í magn sem ég get ráðið við. [...] En því opnari sem maður er með þetta, því einhvern veginn svona... þetta þrífst bara í myrkrinu. Þrífast og stækka í myrkrinu, en þær minnka í ljósinu finnst mér.“

Hún ræðir um það að stundum þurfi hún að finna sér 9-5 vinnu þegar afkomukvíðinn nær völdum sökum stöðu verkefna. Getur verið „helvítis rassgat“ að vinna fyrir sjálfa sig.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál