Helgi og Sóli gerðu símaat í Dominos

Skemmtikrafturinn Sólmundur Hólm var gestur Helga Jeans Claessens og Hjálmars Arnar Jóhannssonar í nýjasta þætti Hæ Hæ  Ævintýri Helga og Hjálmars. Þar slógu þeir félagarnir á létta strengi eins og þeim einum er lagið og gerðu símaat í Dominos. 

Þar brugðu þeir Helgi og Sóli sér í hlutverk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, þingmanns Miðflokksins, og Péturs Gunnlaugssonar, útvarpsmanns á Útvarpi Sögu.

Símaatið má hlusta á í spilaranum hér fyrir ofan og allan þáttinn má nálgast á hlaðvarpsvef mbl.is.

mbl.is