Sextíu kíló af sólskini besta skáldsagan

Það var Sverrir Norland sem afhenti Hallgrími Helgasyni verðlaun fyrir bestu skáldsöguna á Íslensku hljóðbókaverðlaununum sem fram fóru í Norðurljósasal Hörpu, án gesta og áhorfenda að þessu sinni. 

Dómnefnd skipaði Sverrir Norland, Guðrún Sóley Gestsdóttir og Elva Ósk Ólafsdóttir. Sævar Helgi Bragason fór fyrir dómnefnd barna- og ungmennabóka. 

Umsögn dómnefndar:

Stór og mikil skáldsaga, í anda mestu verka Nóbelsskáldsins, og hátindur á ferli höfundar fram til þessa. Dómnefnd var sammála um að hér væri spilað á stærri skala en í öðrum tilnefndum skáldsögum. Tilþrif í stíl og frásagnarlist eru mikil – og sama gildir um lestur höfundar, sem er fullur innlifunar og þróttmikill. Skáldsaga sem nær þeim sjaldgæfu hæðum að vera í senn framúrskarandi afþreying og einstakt listaverk, engu lík en þó kunnugleg og aðgengileg.

Tilnefndar bækur í flokki skáldsagna:


Húðflúr­ar­inn í Auschwitz
Höf­und­ur: Heather Morr­is
Þýðandi: Ólöf Pét­urs­dótt­ir
Les­ari: Hjálm­ar Hjálm­ars­son 

Hann kall­ar á mig
Höf­und­ur: Guðrún Sig­ríður Sæ­mundsen
Les­ari: Selma Björns­dótt­ir

Kokkáll
Höf­und­ur: Hall­dór Hall­dórs­son
Les­ari: Hall­dór Hall­dórs­son

Ein­fald­lega Emma
Höf­und­ur: Unn­ur Lilja Ara­dótt­ir
Les­ari: Þór­dís Björk Þorfinns­dótt­ir

Sex­tíu kíló af sól­skini
Höf­und­ur: Hall­grím­ur Helga­son
Les­ari: Hall­grím­ur Helga­son

mbl.is