Kamilla var 14 ára þegar hún byrjaði í ofbeldissambandi

Kamilla Ívarsdóttir.
Kamilla Ívarsdóttir. Ljósmynd/skjáskot YouTube

Kamilla Ívarsdóttir er fyrsti gestur í hlaðvarpinu Eigin konur, sem er í umsjón Eddu Falak og Fjólu Sigurðardóttur. Í þættinum talar Kamilla opinskátt um ástarsamband sitt við ofbeldismann. Eftir árás á hana sem gerðist við Hörpu í Reykjavík fékk hann árs fangelsisdóm. 

Kamilla hefur ekki verið í námi og ekki í vinnu síðustu mánuði og er að reyna að byggja sig upp eftir áfallið sem hún varð fyrir. Ástarsamband hennar og fyrrverandi kærasta hennar hófst þegar hún var 14 ára en í dag er Kamilla 19 ára. Hún segir í hlaðvarpinu að hún hafi verið svo ung að hún hafi ekki þekkt merkin um að hún væri í ofbeldissambandi. 

„Þetta var mest andlegt ofbeldi og mikið framhjáhald,“ segir Kamilla og játar að framhjáhald hans hafi verið mjög skemmandi og að hann hafi haldið að hún hagaði sér eins og hann. 

Í þættinum segir hún frá því þegar hún fór í símann hans og fann kynlífsmyndband af honum og barnsmóður hans sem tekið hafði verið sama dag. 

Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir grófu ofbeldi af hálfu þáverandi kærasta. …
Kamilla Ívarsdóttir varð fyrir grófu ofbeldi af hálfu þáverandi kærasta. Héraðsdómur mat það sem svo að ekki væri um ofbeldi í nánu sambandi að ræða, þar sem þau voru ekki í skráðri sambúð.

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni á YouTube: 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál