Binni Glee flytur til Reykjavíkur

Binni Glee flytur til Reykjavíkur eftir mánuð.
Binni Glee flytur til Reykjavíkur eftir mánuð. Skjáskot/Instagram

Áhrifavaldurinn og raunveruleikastjarnan Brynjar Steinn Gylfason, betur þekktur sem Binni Glee hyggst flytja til Reykjavíkur eftir mánuð. Binni er fæddur og uppalinn á Akureyri en stefnir nú á að flytja suður yfir heiðar. 

Binni greindi frá flutningunum á Twitter í gær og bað þar um góð ráð varðandi miðborgina. 

er að flytja á Hverfisgötu eftir mánuð og þarf að vita allt. Hvaða búðir-staðir mæli þið með í kring??? Ákvað að vera ekki á bíl í borginni þannig verð mikið á röltinu og þarf að lifa með það sem er í boði í kringum mig,“ skrifaði Binni á Twitter. 

Svörin hafa ekki látið á sér standa og hafa margir gefið honum góð ráð um veitingastaði og verslanir og einnig boðið honum í mat.

Binni Glee hefur verið áhrifavaldur á samfélagsmiðlum í nokkur ár og verið vinsæll á meðal yngri notenda. Hann sló svo í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði seríu 2 ásamt vinum sínum Patreki Jamie og Bassa Maraj.

Bassi Maraj, Patrekur Jamie og Binni Glee hafa slegið í …
Bassi Maraj, Patrekur Jamie og Binni Glee hafa slegið í gegn hjá þjóðinni. skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál