Vill fá að vinna lengur ef heilsan leyfir

„Konan mín fann fyrsta gráa hárið á hausnum á mér þegar við vorum nýbyrjuð að vera saman og ég var 18 ára gamall,“ segir Bogi Ágústsson sem skartar einu þekktasta gráa höfði landsins. 

Í þættinum Með Loga segir Logi Bergmann að þetta sé allt í lagi núna, Bogi megi vera gráhærður af því að hann sé „hundgamall“, en hann verður 69 ára hinn 6. apríl. 

Bogi vill þó alls ekki hætta að vinna strax þótt aðeins sé eitt ár þangað til ríkið segir „takk fyrir komuna“ eins og hann orðar það. „Ef heilsan hangir og eins og staðan er get ég alveg hugsað mér að halda áfram,“ segir Bogi. 

Þátturinn, sem framleiddur er af Skot Productions, kemur í Sjónvarp Símans Premium á skírdag og verður í opinni dagskrá að kvöldi þess dags kl. 20:15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál