Ég er ekki þekktur fyrir að vera byltingarsinni

Logi og Bogi eru frábærir saman í nýjasta þættinum af Með Loga. Þeir fara yfir víðan völl í stórskemmtilegu samtali og rifja upp gamla tíma og hvernig það var að afla frétta að utan þegar aðeins var hægt að nota til þess landlínur og þurfa svo að sætta sig við að nýjustu fréttirnar til að flytja landsmönnum væru iðulega tveggja daga gamlar.

Logi spyr líka Boga hvort hann hafi upphaflega verið ráðinn á Ríkissjónvarpið út frá pólitískum forsendum.

„Ég hugsa að það hafi ekki spillt fyrir að ég hafði verið í stúdentaráði fyrir Vöku og í framboði til Háskólaráðs og annað slíkt og var ekki þekktur fyrir að hafa verið mikill byltingarsinni,“ svarar Bogi. 

Þátturinn kemur í Sjónvarp Símans Premium á skírdag og verður í opinni dagskrá að kvöldi þess dags kl. 20:15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál