Nadía Sif ætlar að njóta páskanna með kærastanum

Nadía Sif Líndal ætlar að hafa það notalegt um páskana.
Nadía Sif Líndal ætlar að hafa það notalegt um páskana. Lósmynd/Aðsend

Nadía Sif Líndal, fyrirsæta og áhrifavaldur, ætlar að njóta þess að slaka á um páskana með fjölskyldunni og kærastanum sínum. Páskaegg og notalegheit eru á dagskrá hjá Nadíu næstu daga. 

„Ég ætla að vera heima en mögulega kíkja aðeins upp í bústað,“ segir Nadía þegar hún er spurð hvað hún ætlar að gera um páskana. Bústaður fjölskyldu Nadíu er í Borgarfirðinum. „Amma og afi elda alltaf geggjaðan mat, svo spilum við og hlustum á góða íslenska tónlist.“

Nadía segir bústaðinn einstaklega fallegan og á hún margar góðar minningar úr honum. „Þegar ég var lítil var ég mikið í því að ganga í svefni og tala. Eina nóttina vaknaði pabbi við það að hann heyrði einhvern ganga frammi og þá var það ég að ganga í svefni. Ég fór inn í annað herbergið og ætlaði að pissa á gólfið en hann náði sem betur fer að grípa mig og fara með mig inn á bað. Þetta verður alltaf ein af mínum uppáhaldssögum.“

Páskaeggjaát fylgir Nadíu um páskana og hún á erfitt með að gera upp á milli tegunda. „Mér finnst þau öll góð, er algjör súkkulaðimanneskja en annars langar mig að smakka nýja þristaeggið.“

Öllum góðum páskaeggjum fylgja málshættir en Nadía segir málshættina „að hika er sama og tapa“ og „sjaldan hlýtur hikandi happ“ í miklu uppáhaldi. Í málsháttunum tveimur sé góð speki sem gott er að hafa í huga í lífinu. 



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál