„Ég fer aldrei á skíði“

Róbert Aron Magnússon hefur í mörgu að snúast.
Róbert Aron Magnússon hefur í mörgu að snúast. mbl.is/Kristinn Magnússon

Robert Aron Magnússon, framkvæmdastjóri Götubitans – Reykjavik Street Food, Götumarkaðarins og meðeigandi 2Guys, myndi vilja vera í Los Angeles um páskana ef það væri hægt. 

Hvað ertu að fást við þessa dagana?

„Það er nú ýmislegt. Ég hef verið á ferðinni með fjölda matarvagna um hverfin undir formerkjum Götubitans. Ég opnaði „pop up“-veitingastað undir formerkjum Götumarkaðarins í góðu samstarfi við Just Wingin It. Nýjasta verkefnið er svo veitingastaðurinn 2Guys sem er verið að opna um þessar mundir á Klapparstíg 38.“

Áttu þér uppáhaldsmorgunmat?

„Já það er Boozt – 1001 Nótt á Ísey Skyr Bar. Ég sleppi mangó en fæ mér jarðarber í staðinn.“

Hvar er best að borða úti að þínu mati?

„Mér finnst best að borða á Dragon Dim Sum, eða Just Wingin It-götumarkaðnum og svo verð ég að nefna 2Guys. Einnig er ég mjög hrifinn af Himalayan Spice.“

Hvað gerir þú alltaf á páskunum?

„Á páskunum slaka ég á með fjölskyldunni eða fer upp í bústað.“

Hvað gerirðu aldrei?

„Ég fer aldrei á skíði.“

Hvernig páskaegg kaupir þú þér fyrir páskana?

„Ég kaupi mér vanalega páskaegg með lakkrís.“

Hvert er uppáhaldstískumerkið þitt?

„Uppáhaldstískumerkið er OFF White. Ég kann að meta það sem Virgil Abloh er að gera þar.“

Ef þú gætir ferðast hvert sem er um heiminn hvert færirðu þá um páskana?

„Ég myndi fara til Los Angeles í einhvers konar „food truck“-leiðangur eða Tenerife í afslöppun með konunni.“

Hvað finnst þér um nýjasta gosæðið á Íslandi?

„Mér finnst það magnað. Á einhver þyrlu?“

Hvað gerir þú til að halda þér í formi?

„Ég fér í göngutúra með hundinum og svo í ræktina. Í það minnsta áður en kórónuveiran mætti.“

Hver er besti skemmtistaðurinn að þínu mati?

„Vinnustofa Kjarvals.“

Hvert er best að fara í líkamsrækt?

„Ég kann að meta World Class á Seltjarnarnesi.“

Hvernig húsgagn keyptirðu þér síðast?

„Ég keypti mér hægindastól í Nomad í anda Pierres Jeannerets. Konan mín stjórnar að öðru leyti öllum húsgagnakaupum inn á heimilið.“

Hver er uppáhaldshljómsveitin þín?

„Uppáhaldshljómaveitin er N.W.A. & Public Enemy.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál