Ömurlegt að láta 30 karla stjórna lífi sínu

Svala Björgvinsdóttir hefur átt ævintýralegt líf og fengið að reyna ýmislegt sem margir munu aldrei kynnast. Sumt af því var magnað en annað ekki eins öfundsvert. Í einlægu viðtali við Loga Bergmann fer hún yfir ótrúleg árin í Los Angeles þar sem hún var á tímabili í höndum 30 manna teymis karlmanna með það eitt að markmiði að gera úr henni girnilega söluvöru. Hún fékk engu ráðið um líf sitt, hvernig hún liti út, hverju hún klæddist eða hvað hún söng. Hún segir þennan tíma hafa verið mikla geðveiki en er þó þakklát fyrir hann. 

„Ég lærði rosalega mikið á bransann og hvað ég vil ekki,“ segir Svala en samningurinn hennar í LA hljóðaði upp á um milljarð íslenskra króna. 

Þátturinn kom inn í Sjónvarp Símans Premium í dag. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál