Lætur ekki óraunhæfar kröfur buga sig

Nýjasta andlit Loreal er indverski lögmaðurinn Nidhi Sunil.
Nýjasta andlit Loreal er indverski lögmaðurinn Nidhi Sunil. mbl.is/Instagram

Lögfræðingurinn Nidhi Sunil er nýjasta andlit Loreal. Hún er fyrsta indiverska fyrirsætan sem gegnir þessu hlutverki og er 33 ára að aldri. 

Sunil hefur einnig leikið í nokkrum kvikmyndum en stundaði lögmennsku um hríð þar sem hún vann í málefnum er varða umhverfisvernd og jafnrétti. 

Hún þykir einstaklega réttsýn og skemmtileg og segir að í gegnum tíðina hafi hún oft verið beðin að breyta útlitinu sínu. Meðal annars afmá freknurnar sem hún er með á andlitinu. Eins hafi húð hennar þótt of dökk. 

Sunil hefur verið ófeimin að benda á óraunhæfar kröfur sem gerðar eru til kvenna og segir fegurð fólks ekki einvörðungu búa í útliti þess heldur einnig í þeim orðum sem fólk notar. 

Hún er talskona janfréttis og notar hvert tækifæri sem gefst til að minna á að konur ættu að vera jafnar körlum og hörundsdökkir jafnir hvítu fólki. 

„Ég er í ráðgjafarnefnd fyrir samtök sem heita the Invisible Girl Project. Ég hef unnið með þeim í tvö ár. Við sinnum hagsmunum 450 indverskra stúlkna sem eru munarðarlausar. Á Indlandi er erfitt fyrir fátækari fjölskyldur að sjá fyrir börnum sínum og þá er algengt að það bitni á stúlkum. Þær eru skildar eftir, þær eru myrtar og þær þurfa stuðning til að lifa af í þeim harða heima sem þær búa í,“ segir hún. 

Tatler

View this post on Instagram

A post shared by Nidhi Sunil (@nidhisunil)mbl.is