Ingibjörg Pálma: Sextug og ekkert breyst

Ingibjörg Pálmadóttir hefur lítið breyst í gegnum árin.
Ingibjörg Pálmadóttir hefur lítið breyst í gegnum árin. Samsett mynd

Athafnakonan Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir fagnaði sextugsafmæli í gær, 12. apríl. Ingibjörg er alin upp í Hagkaupsfjölskyldunni og hefur lengi verið í sviðsljósi fjölmiðlanna. Eins og sjá má á myndum í myndasafni Morgunblaðsins hefur Ingibjörg ekkert breyst í fjölda ára. 

Ingibjörg er þekkt fyrir sítt ljóst hár og afslappaða hárgreiðslu. Það er ekki óalgengt að sjá hana í gallabuxum og hettupeysu. 

„Við fengum í strætó og fyrir bíómiðum og þess háttar,“ sagði Ingibjörg um uppeldið í tímariti Morgunblaðsins árið 2003. „En ég átti alltaf minn eigin pening vegna þess að ég vann á sumrin og oft á veturna líka, alveg frá því ég var barn. Hafði rosalega gott og gaman af því. Gerði allt sem hugsast gat í búðinni og vann í öllum deildum.“

Ingibjörg er gift Jóni Ásgeiri Jóhannessyni en þau gengu í hjónaband árið 2007. Þau kynntust á ráðstefnu erlendis og sagði Jón Ásgeir frá því að hjónabandið hefði ekki verið eitt­hvað Bón­us og Hag­kaup að sam­ein­ast held­ur hefði ást­in leitt þau áfram.

Lilja og Ingibjörg Pálmadætur í myndatöku fyrir tímarit Morgunblaðsins árið …
Lilja og Ingibjörg Pálmadætur í myndatöku fyrir tímarit Morgunblaðsins árið 2003. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ingibjörg Pálmadóttir og Hulda Hákon ásamt forsetahjónunum á myndlistarsýningu árið …
Ingibjörg Pálmadóttir og Hulda Hákon ásamt forsetahjónunum á myndlistarsýningu árið 2004. mbl.is/Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Ingibjörg Pálmadóttir, fulltrúi Baugs, afhenti Listasafni Reykjavíkur að gjöf öll …
Ingibjörg Pálmadóttir, fulltrúi Baugs, afhenti Listasafni Reykjavíkur að gjöf öll verk breska ljósmyndarans Brians Griffin. Steinunn Valdís Óskarsdóttir tók við gjöfinni árið 2005. mbl.is/Árni Sæberg
Þóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir á myndlistarsýningu árið 2005.
Þóra Guðmundsdóttir og Ingibjörg Pálmadóttir á myndlistarsýningu árið 2005. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Dorrit Moussaieff og Ingibjörg Pálmadóttir á tískusýningu í Skautahöllinni í …
Dorrit Moussaieff og Ingibjörg Pálmadóttir á tískusýningu í Skautahöllinni í Laugardal árið 2005. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson á tískusýningu Mosaic árið …
Ingibjörg Pálmadóttir og Jón Ásgeir Jóhannesson á tískusýningu Mosaic árið 2005. mbl.is/Sverrir Vilhelmsson
Systurnar Ingibjörg og Lilja Pálmadætur þegar brjóstmynd af Pálma Jónssyni …
Systurnar Ingibjörg og Lilja Pálmadætur þegar brjóstmynd af Pálma Jónssyni var afjúpuð árið 2007. mbl.is/Jón Svavarsson
BAUGUR Group fékk útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2008, sem afhent …
BAUGUR Group fékk útflutningsverðlaun forseta Íslands árið 2008, sem afhent voru á Bessastöðum. Ingibjörg mætti ásamt eiginmanni sínum. mbl.is/Eggert Jóhannesson
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Ingi­björg Pálma­dótt­ir létu sig ekki vanta …
Jón Ásgeir Jó­hann­es­son og Ingi­björg Pálma­dótt­ir létu sig ekki vanta þegar Stöð 2 kynnti haustdagskrá sína 2014. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son
Ingibjörg Pálmadóttir sést hér á sýningunni Fjölskyldumyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur …
Ingibjörg Pálmadóttir sést hér á sýningunni Fjölskyldumyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur árið 2018. mbl.is/Hari
mbl.is