Hundur Gísla Marteins kvaddi í gær

Hundurinn Tinni fylgdi Gísla Marteini Baldurssyni víða.
Hundurinn Tinni fylgdi Gísla Marteini Baldurssyni víða. mbl.is/Golli

Hundurinn Tinni er allur. Tinni var í eigu fjölmiðlamannsins Gísla Marteins Baldurssonar og átti sér marga aðdáendur. Gísli greindi frá fráfalli Tinna á samfélagsmiðlum í dag og birti fjölda fallegra mynda af ævintýrum Tinna. 

Gísli sagði frá því í síðustu viku að Tinni glímdi við veikindi, sjúkdóm sem er arfgengur í hundum af tegundinni golden retriver. Sjúkdómurinn veldur því að hjartað verður of stórt. 

„Elsku Tinni er dáinn. Hann kvaddi í gærmorgun eftir þriggja vikna veikindi. Hann var fallegasti og besti hundur sem ég hef kynnst og við söknum hans svo ótrúlega mikið,“ skrifar Gísli á Instagram. 

Gísli hélt úti samfélagsmiðlareikningum í nafni tinna, Ævintýri Tinna, þar sem hægt var að fylgjast með honum 

„Og nú er hann farinn þessi besti vinur okkar og það er mjög sár en við erum þakklát fyrir allt það góða sem hann gaf okkur. Bless góði Tinni og takk fyrir allt,“ skrifar Gísli.

mbl.is

Bloggað um fréttina