„Þú ein og sér hefur sýnt mér hvað ást er“

Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin eins og má …
Kristján Einar og Svala Björgvinsdóttir eru ástfangin eins og má gjarnan sjá á Instagram. Skjáskot/Instagram

Sjómaðurinn Kristján Einar Sigurbjörnsson sér bara unnustu sína, tónlistarkonuna Svölu Björgvinsdóttur, og enga aðra. Kristján tjáði sig um ást sína á Svölu á Instagram á sunnudaginn. Segir hann Svölu hafa sýnt sér hvað ást er. 

„Ég er þakklátur fyrir þig og mun sýna þér á hverjum degi hvað ég sé bara þig,“ skrifaði Kristján Einar meðal annars í sögu á Instagram og birti mynd af sér kyssa Svölu. 

Hann segist aldrei hafa verið væminn piltur en getur greinilega ekki orða bundist. „Held ég hafi aldrei vitað hvað þýddi að verða ástfanginn fyrr en ég kynntist þér. Ég er nú ekki þekktur fyrir væmni ... en þú ein og sér hefur sýnt mér hvað ást er,“ skrifaði Kristján og segist einungis finna tilfinninguna þegar hann er með Svölu. Hann segir Svölu hafa kennt sér að vera ástfanginn og vera elskaður.

Svala og Kristján Ein­ar byrjuðu saman í ágúst í fyrra og trúlofuðu sig í desember sama ár.

mbl.is