Anton selur 15 milljóna króna Range Rover

Bíllinn er af gerðinni Range Rover.
Bíllinn er af gerðinni Range Rover. Ljósmynd/100Bílar

Anton Kristinn Þórarinsson hefur sett Range Rover-bifreið sína á sölu. Bíllinn er til sölu inni á 100bilar.is og er ásett verð 14.950.000 krónur en Anton er tilbúinn í skipti. DV greinir frá.

Anton er einn þeirra sem voru handteknir í tengslum við Rauðagerðismálið svokallaða og segir í frétt DV að lögregla hafi lagt hald á téða Range Rover-bifreið. 

Bíllinn hæfir alvörugreifum sem vilja rúnta um bæinn á trylltum kagga. Litað gler er í afturrúðum bílsins og rautt leðuráklæði prýðir sætin.

Ljósmynd/100Bílar
Ljósmynd/100Bílar
Ljósmynd/100Bílar
mbl.is