Með spennandi verkefni á árinu 2021

Ásdís Erla Jónsdóttir forstöðumaður Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík.
Ásdís Erla Jónsdóttir forstöðumaður Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík.

Ásdís Erla Jónsdóttir, forstöðumaður Opna háskólans í Háskólanum í Reykjavík, er þakklát fyrir ferðalögin sem hún fór í 2020. Hún býr á Seltjarnarnesi með manninum sínum Ingva Pétri Snorrasyni og þremur börnum.

Hún segir önnina vera að hefjast með pomp og prakt og Opni háskólinn sé á mikilli stafrænni vegferð. Verið sé að þróa nýjar stafrænar lausnir fyrir fyrirtæki og einstaklinga.

Hvað er menntun í þínum huga?

„Menntun er vegferð sem heldur áfram alla ævi.“

Notarðu dagbók?

„Stundum, en ekki svona skipulega. Ég er alltaf að prófa mig áfram með þetta form.“

Hvað er uppáhaldssnjallforritið þitt?

„Það væri mjög gaman ef það væri Calm eða eitthvað annað svona mannbætandi snjallforrit en það sem ég nota mest er One note og To do. Það er eitthvað svo gott að geta hakað við verkefni. Kannski er það bara mannbætandi eftir allt.“

Hvað bók breytti lífinu þínu?

„Góð spurning – þær eru svo margar sem hafa haft áhrif á mig þrátt fyrir að hafa kannski ekki breytt lífi mínu. Ég skoða oft The Happiness Project sem ég fékk fyrir nokkrum árum. Svo man ég alltaf hversu mikil áhrif Karitas án titils hafði á mig fyrir mörgum árum.“

Hvernig ræktarðu þig daglega?

„Ég rækta hugann með því að vera í samskiptum við skemmtilegt fólk, fjölskyldu, vini og vinnufélaga. Líkamann rækta ég með göngutúrum, svo eru auðvitað mikil plön fyrir 2021 þar sem ég fékk gönguskíði í jólagjöf og var að byrja á skriðsundsnámskeiði.“

Hvað stendur upp úr 2020?

„Það sem stendur upp úr á þessu skrýtna ári 2020 eru ferðlögin sem ég náði þó að fara í. Ég fór í frábæra ferð til New York rétt áður en allt lokaðist. Svo ferðaðist ég um allt landið í sumar og síðasta ferðin var helgarferð á Melrakkasléttu í haust en þangað hafði ég aldrei komið áður.“

Hvað vonarðu að árið 2021 færi þér?

„Bóluefni, gleði og góða heilsu.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál