Var með tveggja metra blæðandi brúðartertu

Christine Quinn giftist eiginmanni sínum Christian Richard þann 15. desember …
Christine Quinn giftist eiginmanni sínum Christian Richard þann 15. desember árið 2019. mbl.is/Instagram

Brúðkaup Selling Sunset-stjörnunnar Christine Quinn var ekki hefðbundið brúðkaup þar sem brúðurin var í hvítum kjól og brúðartertan úr marsípani og með súkkulaði. Quinn er enda þekkt fyrir að vilja sker sig úr. 

Quinn giftist 15. desember árið 2019 eiginmanni sínum Christian Richard.

Brúðkaupið var eins og ævintýri líkast og er talið að kostnaðurinn hafi verið rúmar 100 milljónir íslenskra króna.

Hún fékk hönnuðinn Galiu Lahav til að gera svarta kjólinn sem var þröngur í mittið með blúndu og kristal.

Quinn var í rauðum Christian Louboutin-skóm við kjólinn og með svart langt slör.

Þegar skorið var í 2 metra brúðartertuna var líkt og …
Þegar skorið var í 2 metra brúðartertuna var líkt og blóð flæddi úr henni. mbl.is/Instagram

Brúðartertan var heldur ekki af verri endanum. Hún var rúmlega tveir metrar að hæð, svört og rauð að lit.

Veislugestir fengu fallegar rauðar rósir á borðin sín og svört kristalsglös í takt við þema veislunnar.

Blómaskreytingarnar bæði í brúðkaupsathöfninni sjálfri sem og veislunni voru miklar og þótti einstaklega fallegt hvernig Quinn lét snjóa yfir sig þegar hún gekk í átt að eiginmanni sínum uppi við altarið.

Christine Quinn var í glæsulegum svörtum brúðarkjóll og í skóm …
Christine Quinn var í glæsulegum svörtum brúðarkjóll og í skóm frá Christian Louboutin. mbl.is/Instagram
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »