Patrekur, Binni og Bassi gerðu allt vitlaust í peysufötum

Patrekur Jamie, Binni Glee og Bassi Maraj voru í þjóðlegu …
Patrekur Jamie, Binni Glee og Bassi Maraj voru í þjóðlegu skapi í gær. Samsett mynd

Raunveruleikastjörnurnar Patrekur Jamie, Binni Glee og Bassi Maraj gerðu allt vitlaust á samfélagsmiðlum í gær þegar þeir sýndu frá tökum sem þeir fóru í. Á myndunum voru þeir klæddir í þjóðleg föt en tökurnar virðast hafa verið á vegum Reykjavíkurborgar fyrir 17. júní. 

Patrekur klæddist peysufötum og var með skotthúfu. Bassi var einnig í ákaflega þjóðlegum fötum en Binni var í aðeins nútímalegri fötum.

Patrekur, Binni og Bassi eru allir stjörnur í raunveruleikaþáttunum Æði og hafa einnig gert það gott á samfélagsmiðlum í kjölfarið. 

Uppátæki strákanna hefur vakið mikla gleði á samfélagsmiðlum. mbl.is