„Eins og að ganga inn í Chanel-verslun“

Alina og Þorvarður Bergmann áttu dásamlegan brúðkaupsdag á sínum tíma.
Alina og Þorvarður Bergmann áttu dásamlegan brúðkaupsdag á sínum tíma.

Alina Vilhjálmsdóttir er margslungin kona með puttana í mörgu því sem viðkemur brúðkaupsheiminum. Draumur hennar er að betrumbæta iðnaðinn og mynda sterkt samfélag í kringum það að gifta sig. Eins leggur hún sig fram um að gefa brúðhjónum hugmyndir sem þau hafa aldrei séð áður.

Fyrirtækið hennar, Andartakið, býður upp á persónulega þjónustu þar sem hönnun og gæði eru í fyrirrúmi. Hún sérhæfir sig í að gera boðskort, en samhliða kortunum hefur hún verið að setja saman myndatökur, skipuleggja brúðkaup og setja saman brúðkaupsblað svo eitthvað sé nefnt. „Það er alltaf nóg að gera hjá mér. Ef ég er ekki með verkefni þá finn ég mér bara eitthvað að gera því ég er með óteljandi hugmyndir.

Það sem hefur verið svona mest spennandi er að ég er að setja saman brúðkaupstímarit sem mun koma út seinna á árinu. Það mun vera þykkt og veglegt. Einnig er ég að vinna að því að gera boðskortin mín aðgengilegri og prófa að leyfa fólki að hanna þau svona næstum sjálf á síðunni minni. Því ég hef mikla trú á því að prófa sig áfram.“

Alina leggur mikið upp úr því að skapa persónuleg og eiguleg boðskort. „Eitthvað sem er meira en bara pappír heldur erfðagripur sem mun geyma minningar dagsins og verður deilt með barnabörnum í aldaraðir. Markmiðið er einnig að stjana við viðskiptavininn og leyfa honum að njóta sín á meðan ég sé um alla vinnuna og hjálpa til við að draumurinn verði að veruleika. Ég vil að fólki líði eins og það sé að ganga inn í Chanel-verslun. Þar sem allt er fallegt öll smáatriði útpæld og þjónustan er upp á tíu.“

Hringarnir voru lagði í fallega öskju með skrauti úr náttúrunni.
Hringarnir voru lagði í fallega öskju með skrauti úr náttúrunni.

Það var einmitt eftir að hún skipulagði sitt eigið brúðkaup sem hugmyndin um fyrirtækið kom til hennar. „Ég skipulagði mitt brúðkaup sem var haldið þann 27. júlí árið 2019. Við vildum hafa brúðkaupið rómantískt, náið og tignarlegt. Veislan var haldin í Iðnó með fallegum lengjum af grænum greinum á borðunum, gylltum kertastjökum og rólegri píanótónlist meðan gestirnir snæddu guðdómlegan mat og drukku gott vín. Við elskum góða matarupplifun og förum oft út að borða og vildum við ná þeirri upplifun á brúðkaupsdegi okkar. Ég elska að gera hlutina eftir mínu höfði svo við ákváðum að vera með vini og vinkonur sem brúðarmeyjar eftir bandarískum hefðum. Við vorum með svokallað „first look“ og fengum ljósmyndara alla leið frá Texas. Þetta var ótrúlega fallegur dagur og mig langaði ekkert meira en að búa til upplifun sem myndi skapa ógleymanlegar minningar.“

Fatnaður og fylgihlutir Þorvarðar Bergmann voru einstaklega smart.
Fatnaður og fylgihlutir Þorvarðar Bergmann voru einstaklega smart.

Örbrúðkaup bjóða upp á meiri nánd

Hvernig eru viðskiptin að ganga núna þegar kórónuveiran er að fara yfir landið? „Það hefur klárlega verið erfiðara en ef hún væri ekki. Ég hef þó verið mjög þakklát fyrir góðar viðtökur frá fólkinu í bransanum og þeim sem eru að fylgjast með mér á Instagram. Ég hef aðallega verið að nýta tímann til að mynda tengsl, vera sýnileg og vinna í hlutum sem ég mun mögulega ekki hafa tíma í þegar brúðkaup fara á fullt aftur. Einnig hef ég verið að taka að mér alls konar verkefni, eins og vefsíðugerð og vörumerkjaþróun fyrir lítil fyrirtæki, hanna bréfsefni fyrir alla sem þurfa á því að halda og setja saman myndatökur til að sýna brúðhjónum hvað er í boði og hvað hægt er að gera. Ég viðurkenni það þó alveg að þetta hefur verið erfitt á tímum og maður á alveg daga þar sem maður er ekki með neinn drifkraft og langar að gefast upp. En ég veit að það eru bjartari tímar fram undan.“ Alina mælir eindregið með að fólk kynni sér örbrúðkaup (e. micro-brúðkaup). „Þau geta verið ótrúlega persónuleg og alveg jafn flott og stór brúðkaup. Þá er sem sagt bara boðið litlum hópi af fólki. Einungis þeim nánustu og haldið upp á með stæl. Það sem ég myndi til dæmis gera er að bjóða öllum upp á glamping – glamúr útilegugistingu hjá Camp boutique. Halda litla athöfn úti á túni þar rétt hjá. Snæða guðdómlegan mat í uppgerðu hlöðunni og halda svo mína eigin litlu þjóðhátíð við varðeldinn þar til allar raddir eru farnar og fólk dettur út af með besta kvöld lífs síns í huga.“ Hvað er það fallegasta sem þú hefur gert fyrir brúðkaupsveislu? „Fyrsti viðskiptavinurinn minn mun alltaf vera í uppáhaldi en það var fyrir hjónin Millu og Einar, fréttamann á Rúv. Fyrir þau hannaði ég ótrúlega falleg kort sem þau ætluðu að senda rétt fyrir daginn og dagskrá í kirkjunni sem var sú fallegasta sem ég hef séð. Þetta var þó rétt fyrir verslunarmannahelgina í fyrra og þau þurftu því miður að hætta við nánast allt og halda bara litla veislu þar sem sóttvarnareglur voru settar á rétt áður.“

Það sem Alina mælir með í dag er sem dæmi …
Það sem Alina mælir með í dag er sem dæmi að bjóða öllum gestum upp á glamping – glamúr útilegugistingu hjá Camp boutique. mbl.is/Instagram

Allir dagar ættu að vera ástardagar

Hvað er ástardagur? „Ég trúi því að hver dagur ætti að vera ástardagur en þetta er þó bara mitt orð yfir Valentínusardaginn. Ég elska að halda upp á ástina og nýti hvert tækifæri til að gleðja og gefa.

Ég veit að þetta eru erfiðir tímar og kannski erfitt að gera mikið en litlu hlutirnir gera svo mikið. Ég hef til dæmis sett litla miða í vasa og staði sem ég veit að maðurinn minn mun skoða og á þeim stóðu falleg ástarorð. Einnig er hægt að fara upp á þak með kampavín og horfa á stjörnurnar eða setja upp tjald inni í stofu, það er bara hugurinn sem gildir.“

Kjólinn sem Alina gifti sig í er úr búð í …
Kjólinn sem Alina gifti sig í er úr búð í Lettlandi þaðan sem hún er. Hún keypti hann í fríi sem hún fór í með ömmu sinni.
Brúðkaupsveislan var haldin í Iðnó með fallegum lengjum af grænum …
Brúðkaupsveislan var haldin í Iðnó með fallegum lengjum af grænum greinum á borðunum, gylltum kertastjökum og rólegri píanó-tónlist. Þórdís Soffíudóttir sá um að skreyta fyrir brúðkaupið.
Hugsað var um hvert einasta smáatriði í brúðkaupi þeirra Alinu …
Hugsað var um hvert einasta smáatriði í brúðkaupi þeirra Alinu og Þorvarðar í Iðnó.
Það elska allir kleinuhringi. Hér má sjá fallega útfærslu af …
Það elska allir kleinuhringi. Hér má sjá fallega útfærslu af hvernig má útfæra sætindi á vegg. Nafn þeirra hjóna er í hægra horninu.
Glæsileg kaka fyrir brúðhjón og gesti setur svip á veisluna. …
Glæsileg kaka fyrir brúðhjón og gesti setur svip á veisluna. Kakan í Iðnó var keypt hjá Bauninni og var vegan hindberja rósarkaka.
Iðnó var glæsilegt seinna um kvöldið þegar kerti og rómantík …
Iðnó var glæsilegt seinna um kvöldið þegar kerti og rómantík settu svip á veisluna.
Alina Vilhjálmsdóttir er margslungin kona með puttana í mörgu því …
Alina Vilhjálmsdóttir er margslungin kona með puttana í mörgu því sem viðkemur brúðkaupsheiminum. Hún rekur fyrirtækið Andartak þar sem boðið er upp á persónulega þjónustu fyrir brúðhjón.
Boðskortið gefur innsýn inn í stemninguna í brúðkaupinu.
Boðskortið gefur innsýn inn í stemninguna í brúðkaupinu.
Alina er sérfræðingur i að finna leið til að allt …
Alina er sérfræðingur i að finna leið til að allt sem tengist brúðkaupinu sé í sama stíl.
Alina er að setja saman fallegt brúðkaupstímarit sem kemur út …
Alina er að setja saman fallegt brúðkaupstímarit sem kemur út seinna á árinu.
Borði, boðskort og matseðill í rómantískum stíl.
Borði, boðskort og matseðill í rómantískum stíl.
Fyrirtækið Andartak gerir boðskort sem fær fólk til að missa …
Fyrirtækið Andartak gerir boðskort sem fær fólk til að missa andann eitt andartak um leið og það fær boðskort í rómantískt brúðkaup.
Hugmynd að fallegu borðhaldi fyrir brúðkaup.
Hugmynd að fallegu borðhaldi fyrir brúðkaup.
Haust-brúðkaup sem minnir á sjó, strönd og náttúruna.
Haust-brúðkaup sem minnir á sjó, strönd og náttúruna.
Það er ekki sama hvernig frímerki líta út á boðskortinu.
Það er ekki sama hvernig frímerki líta út á boðskortinu.
Að skrifa brúðkaupsheitin á fallegan pappír gerir gæfumuninn.
Að skrifa brúðkaupsheitin á fallegan pappír gerir gæfumuninn.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »