Skemmtilegast þegar fólk stingur af

Gleðin skín úr augum brúðhjónanna.
Gleðin skín úr augum brúðhjónanna. mbl.is/Sara De Blas

Sara De Blas er frá eyjunni Mallorca á Spáni. Eyjan er stærst Balear-eyjaklasans á vestanverðu Miðjarðarhafi við austurströnd Spánar. Sara hefur góða reynslu af því að mynda brúðkaup við Miðjarðarhafið. Hún er einnig mjög mikið fyrir að ferðast og segir að hún kunni einna mest að upplifa menningu í öðrum löndum í gegnum brúðkaup sem er án efa ástæða þess að hún planar að koma til Íslands í sumar að ljósmynda brúðkaup hér.

„Ég er kvikmyndatökukona og ljósmyndari og er mikill listunnandi í grunninn. Ég kom fyrst til Íslands fyrir þremur árum og dvaldi þá á Akureyri. Ég féll fyrir Íslandi um leið og ég kom fyrst sem er ástæða þess að ég ætla að koma aftur.“

Sara De Blas er frá eyjunni Mallorca á Spáni en …
Sara De Blas er frá eyjunni Mallorca á Spáni en ætlar að vera á Íslandi í sumar að mynda brúðkaup. mbl.is/Sara De Blas

Ljósmyndirnar sem Sara tekur minna einmitt á myndbrot úr ljóðrænni kvikmynd.

„Já er það ekki? Þegar ástríða manns er einmitt kvikmyndir og ljósmyndir þá er gaman að setja það saman í mynd.

Ég leitast við að taka nostalgískar ljósmyndir úti í náttúrunni. Þegar ég ferðast þá finnst mér skemmtilegast að upplifa menningu landanna sem ég kem til í gegnum hamingjusamleg augnablik í brúðkaupum. Sem er án efa ástæðan fyrir því að ég blanda ljósmyndun og ferðalögum saman.

mbl.is/Sara De Blas

Ég tek vanalega ljósmyndir á óvæntum augnablikum sem gaman er að varðveita og eiga.“

Sara er um þessar mundir að vinna með nokkrum umhverfisvænum tískufyrirtækjum á Mallorca.

„Ég lít ekki á mig sem hinn hefðbundna ljósmyndara heldur er ég með ákveðinn stíl sem hægt er að sjá á ljósmyndunum mínum.

Öll brúðkaup eru í eðli sínu einstök og ég er mjög mikið í flæðinu þegar ég mynda brúðkaup. Ég er aldrei með neinar væntingar heldur upplifi hvert augnablik með brúðhjónunum.

Ljósmyndarinn Sara De Blas veit fátt skemmtilegra en að kynnast …
Ljósmyndarinn Sara De Blas veit fátt skemmtilegra en að kynnast ólíkri menningu í gegnum brúðkaup. mbl.is/Sara De Blas

Ef ég ætti að nefna uppáhaldsbrúðkaupin mín þá verð ég að nefna þau brúðkaup sem eiga sér stað með litlum undirbúningi þegar brúðhjón ákveða að stinga af út í náttúruna og gifta sig. Þá eru fáir á staðnum og náttúran er sögusviðið og sólin gefur ljósið sem er hin fullkomna lýsing. Þannig myndast einstök stemning sem gaman er að festa á filmu.“

Sara De Blas nær ljósmyndum á réttu augnabliki.
Sara De Blas nær ljósmyndum á réttu augnabliki. mbl.is/Sara De Blas
Sara De Blas segir náttúruna besta umhverfið og sólina gefa …
Sara De Blas segir náttúruna besta umhverfið og sólina gefa skemmtilegustu lýsinguna. mbl.is/Sara De Blas
Það eru fjölmargir staðir á Íslandi sem henta fyrir brúðarmyndatöku.
Það eru fjölmargir staðir á Íslandi sem henta fyrir brúðarmyndatöku. mbl.is/Sara De Blas
mbl.is/Sara De Blas
Brúðarkjólar sem sýna bakið eru fallegir.
Brúðarkjólar sem sýna bakið eru fallegir. mbl.is/Sara De Blas
Sól og sumarylur er það eina sem þarf þegar brúðhjón …
Sól og sumarylur er það eina sem þarf þegar brúðhjón ákveða að stinga af út í náttúruna og gifta sig. mbl.is/Sara De Blas
Sara De Blas hefur ljósmyndað brúðhjón út um allan heim.
Sara De Blas hefur ljósmyndað brúðhjón út um allan heim. mbl.is/Sara De Blas
Gaman er að ná einstökum augnablikum út í náttúrunni.
Gaman er að ná einstökum augnablikum út í náttúrunni. mbl.is/Sara De Blas
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Kauptu vikupassa

Lestu meira með vikupassa!

Fáðu þér vikupassa fyrir 1.990 kr. og þú færð aðgang að öllu efni úr blaði dagsins í dag og næstu 6 daga.

Kaupa vikupassa

Aðrar áskriftarleiðir »