Sigga Dögg ástfangin upp fyrir haus

Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson.
Sigga Dögg og Sævar Eyjólfsson. Skjáskot/Instagram

Sigga Dögg kynfræðingur opnaði sig um ástina í nýrri færslu á Instagram í dag. Sigga skildi við eiginmann sinn snemma á síðasta ári en fann svo aftur ástina um mitt ár. Hún er nú í sambandi með Sævari Eyjólfssyni og þakkar heillastjörnum sínum það á hverjum einasta degi.

„Fyrir ári lofaði ég sjálfri mér að opna hjartað og taka á móti ást og ævintýrum. Svo bara allt í einu mætti hann. Á Tinder vinkonu minnar. Hjartað mitt tók kipp, innsæið og hvatvísin tók við og ég sendi honum skilaboð sem urðu að símtali og hálfu síðar að spjalli, kaffibolla og,“ skrifar Sigga Dögg og bætir við lyndistákni fyrir tungu. 

„Með heiðarleika að leiðarljósi og loforði um að allt megi ræða þá erum við hér og trúið mér þegar ég segi að ALLT er rætt,“ skrifar Sigga. Hún segir þau vera lík á margan hátt en líka ólík.

„Lífið er samtal, hlátur, nekt, kaffibolli í rúmið, dagleg sundferð, ferðalög, leikur, sleikur & kelerí.“mbl.is